Breyting á hálfum lífeyri

07. júlí 2020

Helstu breytingar nýrra laga sem samþykkt voru á Alþingi 26.júní sl. eru að ekki þarf lengur að uppfylla það skilyrði við töku á hálfum lífeyri að samanlagður áunninn réttur til ellilífeyris frá lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum nái að lágmarki fjárhæð fulls ellilífeyris almannatrygginga. Einnig er nýmæli að gerð er krafa um áframhaldandi þátttöku á vinnumarkaði en þó ekki í meira en hálfu starfi. Þá verður hálfi ellilífeyrinn tekjutengdur.

Lögin taka gildi og koma til framkvæmda 1. september 2020. Stefnt er að því að hægt verði að sækja um hálfan ellilífeyri samkvæmt nýjum lögum frá og með 1. september nk.

Lögin má nálgast hér á vef Alþingis.

Nánari upplýsingar um hálfan ellilífeyri