Lög um viðbótarstuðning aldraðra sem eiga lítil eða takmörkuð lífeyrisréttindi

01. júlí 2020

Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara var samþykkt á Alþingi þann 29. júní 2020. Nýju lögin koma til framkvæmda hjá TR þann 1. nóvember 2020.

Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja framfærslu aldraðra einstaklinga sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum.

Með lögunum öðlast einstaklingar, sem búsettir eru hér á landi og hafa annaðhvort alls engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum, rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur að hámarki numið 90% fulls ellilífeyris almannatrygginga. Breytingin tekur til einstaklinga sem hafa náð 67 ára aldri, hafa fasta búsetu og lögheimili á Íslandi og dvelja hér varanlega. Ef um erlendan ríkisborgara er að ræða skal hann hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi.

Sjá nánar á vef stjórnarráðsins