Viðbótargreiðsla til framfærenda fatlaðra og langveikra barna

15. júní 2020

Framfærendur barna sem voru með gilt umönnunarmat á tímabilinu 16. mars til 4. maí geta nú sótt um viðbótargreiðslu vegna COVID -19. Upphæð eingreiðslunnar er 48.108 kr.

Þann 29.maí sl. var samþykkt breyting á reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna.  Í ákvæðinu kemur fram að heimilt er að greiða  framfærendum barna sem voru með gilt  umönnunarmat á tímabilinu 16.mars til 4.maí eingreiðslu sem nemur 25% af fullum umönnunargreiðslum, vegna aukinnar umönnunar barna sem skapast  hefur vegna COVID-19 faraldurs. Upphæð eingreiðslunnar er 48.108 kr.

Skilyrði fyrir greiðslum er að eftirfarandi aðstæður hafi skapast á tímabilinu 16. mars til 4. maí

  • Þjónusta, t.d.  skóli eða dagvistun hafi legið niðri
  • Barn hafi ekki getað sótt þjónustu vegna ástandsins
  • Undirliggjandi sjúkdómar barns hafi valdið því að það þurfti að vera heima (vandi skilgreindur sem áhættuþáttur af embætti landlæknis fyrir alvarlegri sýkingu vegna COVID-19).

Jafnframt er skilyrði að þessar aðstæður hafi varað í a.m.k. 15 virka daga á framangreindu tímabili.

Hægt verður að sækja um frá og með 1. júlí nk. á Mínum síðum TR.

Sjá nánar frétt á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/03/Umonnunargreidsla-vegna-fatladra-og-langveikra-barna-samthykkt-/