Á forsíðu Fréttablaðsins, 2. júní 2020, var því ranglega haldið fram að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi sent Tryggingastofnun ríkisins (TR) kröfu um fjárnám í kjölfar kröfu tveggja öryrkja sem höfðu ekki fengið greidda dómsátt innan hefðbundins greiðslufrests. TR hafi í kjölfar þess greitt umrædda dómsátt.
Hið rétta er að:
Engin slík krafa barst, eða mun berast til TR enda var málið afturkallað.
Dómsátt var greidd út á miðvikudeginum 27. maí, 2020.
Samkvæmt venju eru gefnir 15 dagar til greiðslu á dómssátt, en í þessu tilfelli liðu 11 virkir dagar umfram hefðbundinn greiðslufrest og harmar TR þá töf.