Verkefnastjóri á upplýsingasviði

26. maí 2020

Tryggingastofnun óskar eftir að ráða verkefnastjóra á Upplýsingasvið. 

Leitað er eftir drífandi verkefnastjóra með sterkan tæknilegan bakgrunn sem sýnir frumkvæði að nýjungunum og endurbótum í upplýsingakerfum. Framundan eru fjölbreytt og krefjandi verkefni með áherslu á frekari stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu við afgreiðslu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.


Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með rekstri, framþróun og nýsmíði upplýsingakerfa
- Greining og hönnun hugbúnaðarlausna
- Frumkvæði að nýjungum og endurbótum í upplýsingakerfum
- Umsjón, eftirfylgni og samhæfing upplýsingatækniverkefna
- Áætlanagerð og kostnaðareftirlit
- Samskipti þvert á stofnunina, við ytri aðila og birgja
- Vinna með stjórnendum við að tryggja framgang verkefna og fjarlægja hindranir
- Aðstoð við notendur upplýsingakerfa


Hæfnikröfur
- Háskólapróf á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt háskólapróf sem nýtist í starfi
- Að lágmarki þriggja ára reynsla í verkefnastjórnun hugbúnaðarverkefna
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Greiningarhæfni og skipulagshæfileikar
- Framúrskarandi samskiptahæfni og mikil þjónustulund


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið rökstudd. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. 
Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast til Hólmfríðar Erlu Finnsdóttur, mannauðsstjóra Tryggingastofnunar, Hlíðarsmára 11, 201 Kópavogi. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Hlutverk Tryggingastofnunar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni.

TR hefur hlotið jafnlaunavottun skv. ÍST 85:2012. Í jafnréttisstefnu TR eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um. 

Starfsmönnum TR er boðið upp á nútímalega vinnuaðstöðu með fyrsta flokks tæknibúnaði.

Gildi stofnunarinnar eru traust, samvinna og metnaður. 

Nánari upplýsingar um Tryggingastofnun má nálgast á www.tr.is.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.06.2020


Nánari upplýsingar veitir
Þórólfur Rúnar Þórólfsson, deildarstjóri hugbúnaðardeildar í síma 560 4400
Hermann Ólason, framkvæmdastjóri Upplýsingasviðs í síma 560 4400 

Smellið hér til að sækja um starf