Val á milli mánaðaskiptingar- eða jafndreifingar atvinnutekna

06. apríl 2020

Frá og með 1. janúar 2020 býðst viðskiptavinum Tryggingastofnunar að óska eftir mánaðaskiptingu atvinnutekna við útreikning lífeyrisréttinda. Í því felst að atvinnutekjur hafa eingöngu áhrif á lífeyrisréttindi þess mánaða sem atvinnutekna er aflað.

Athygli er vakin á því að aðrar tekjur en atvinnutekjur, svo sem fjármagns- og lífeyrissjóðstekjur falla ekki hér undir.

Jafndreifing atvinnutekna verður áfram almenna reglan við útreikning lífeyrisréttinda. Við uppgjör tekjuársins verður sú reikniregla látin gilda sem betur kemur út hverju sinni óháð því hvort óskað hafi verið eftir mánaðaskiptingu atvinnutekna eða ekki.

Frekari upplýsingar um mánaðaskiptingu atvinnutekna má sjá hér