Mánaðarlegar greiðslur til bóta- og lífeyrisþega berast í dag eins og venjulega fyrsta dag hvers mánaðar. Við hjá TR viljum þakka viðskiptavinum góð samskipti og jákvæð viðbrögð við aukinni rafrænni þjónustu okkar. Það hefur verið mikil aukning í notkun á Minum síðum TR, en í nýliðnum marsmánuði voru notendur um 20.600 í samanburði við mars í fyrra þegar notendur voru um 16.900 sem er um 22% aukning. Nýir notendur í mars síðastliðnum voru um 11.750 en um 8.000 í mars í fyrra sem er um 32% aukning. Við ítrekum að hægt er að skila gögnum rafrænt og sækja um bætur og lífeyri á Mínum síðum.
Símsvörunin í s. 560 4400 er opin alla virka daga kl. 9.00 - 15.00. Við reynum að svara tölvupósti sem berst í netfangið tr@tr.is svo fljótt sem auðið er. Eins og fram hefur komið er afgreiðslan í Hlíðasmára 11 lokuð á meðan að neyðarstig almannavarna varir.