TR hlýtur jafnlaunavottun

20. mars 2020

Tryggingastofnun hefur hlotið  jafnlaunavottun frá vottunarstofunni iCert. Jafnlaunagreining sýndi að ekki er um marktækan kynbundin launamun að ræða, sem er fagnaðarefni.

Jafnlaunakerfi TR er byggt upp með markvissri innri vinnu og innleiðingu gæðaskjala sem eiga að stuðla að hlutlægum ákvörðunum um launasetningu og tryggja að markmiðum um jafna stöðu kynjanna sé náð.  Meginmarkmið TR í jafnréttismálum er að óútskýrður launamunur fyrir jafn verðmæt störf sé á engum tímapunkti liðinn og því var mjög ánægjulegt að niðurstöður jafnlaunagreiningar TR sýndi ómarktækan kynbundin launamun, eins og fyrr segir.

Jafnlaunavottun sem stofnunin fékk 19. febrúar sl. er staðfesting þess að jafnlaunakerfi TR samræmist kröfum jaunalaunastaðalsins  ÍST 85:2012. Megintilgangur vottunarinnar er að vinna gegn kynbundnum launamun og miða að auknu jafnrétti kynjanna á vinnustaðnum.  Með þessu á að tryggja jafnan rétt, jöfn laun og sömu réttindi og kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf óháð kyni.

Með jafnlaunavottuninni hefur TR öðlast heimild Jafnréttisstofu að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.