Hvetjum viðskiptavini sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og/eða áhættuþætti að nýta fjölbreytta fjarþjónustu TR í stað þess að koma í afgreiðsluna í Hlíðasmára 11.
Stofnunin býður upp á aukna fjarþjónustu við þær aðstæður sem nú hafa skapast.
Þjónustuleiðir TR eru:
- Mínar síður TR sem eru alltaf aðgengilegar og þar m.a. hægt að sækja um allar bætur og breyta tekjuáætlun.
- Hægt er að senda fyrirspurnir í tölvupósti á tr@tr.is.
- Símaverið er opið frá kl. 9.00 til 15.00, s. 560 4400.
Jafnframt bendum við á heimasíðuna, þar eru fjölbreyttar upplýsingar um bótaflokka og lífeyrisgreiðslur. Þar eru einnig spurningar og svör við ýmsum algengum spurningum .
Bendum á Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19 frá Landlækni.