Rafræn samskipti milli TR og viðskiptavina hafa verið að aukast verulega undanfarin ár og jukust heimsóknir á Mínar síður TR um 25% á milli ára. Þetta er ánægjuleg þróun og við viljum hvetja viðskiptavini okkar til að nýta Mínar síður enn frekar til að afla sér upplýsinga og gagna. Sömuleiðis minnum við á vefpóstinn tr@tr.is, tölvupóstum er svarað svo fljótt sem auðið er. Loks er það símanúmerið okkar 560 4400 þar sem hægt er að nýta sér innval til að fá beint samband við starfsfólk sem getur aðstoðað og veitt allar nauðsynlegar upplýsingar.
Aukningin í notkun á Mínum síðum TR er mest hjá þeim sem nota farsíma til að fara inná Mínar síður, en árið 2019 voru það rúmlega 40% notenda sem nota farsímana til að fara inná síðurnar. Notendum í heild fjölgaði um 30%. Það er mikill kostur fyrir viðskiptavini að hafa aðgang að Mínum síðum TR þar sem öll gögn viðkomandi eru aðgengileg. Loks minnum við að á að á heimasíðu TR eru upplýsingar um alla bótaflokka og reiknivél til að reikna mögulegar greiðslur.