Greiðslur Tryggingastofnunar í desember námu um 14,7 milljörðum króna, þar af um 3,1 milljarðar vegna staðgreiðslu skatta.
Fjöldi viðskiptavina TR sem fékk greiðslur í desember er 70.117 þar af konur 43.447 (62%) og karlar 26.670 (38%). Fjölmennasti hópur viðskiptavina TR sem fengu greiðslur í desember eru ellilífeyrisþegar 35.527 þar af konur 19.656 (55%) og karlar 15.871 (45%), en næst stærsti hópurinn eru örorkulífeyrisþegar 18.564 þar af konur 11.358 (61%) og karlar 7.188 (39%).
Greiðslur TR í desember voru tæpir 7,8 milljarðar kr. vegna ellilífeyris, um 5,4 milljarðar kr. vegna örorku og aðrar greiðslur voru um 1,6 milljarður kr. Að loknum desembergreiðslum þá nema heildargreiðslur TR á árinu 2019 rúmum 161 milljarði króna, þar af rúmum 33 milljörðum króna í staðgreiðslu.