Í dag fá örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar sem áttu rétt á desemberuppbót á árinu 2019 greidda sérstaka eingreiðslu að fjárhæð 10.000 kr. Greiðslan er undanþegin skatti og tekur ekki mið af öðrum tekjum eða hlutfalli lífeyris. Þetta er í samræmi við lög nr. 135/2019 sem samþykkt voru á Alþingi 11. desember sl. og birt í Stjórnartíðindum í dag.