Um 12,6 milljarðar greiddir í nóvember

03. desember 2019

Greiðslur Tryggingastofnunar í nóvember námu um 12,6 milljörðum króna, þar af um 2,4 milljarðar vegna staðgreiðslu skatta. Um er að ræða mánaðarlegar greiðslur vegna lífeyris og annarra greiðslna. 

Fjöldi viðskiptavina TR sem fékk greiðslur í nóvember er 67.988, þar af konur 42.529 (63%) og karlar 25.459 (37%). Fjölmennasti hópur viðskiptavina TR sem fengu greiðslur í nóvember eru ellilífeyrisþegar 34.792 þar af konur 19.445 (56%) og karlar 15.347 (44%), en næst stærsti hópurinn eru örorkulífeyrisþegar 18.564 þar af konur 11.368 (61%) og karlar 7.196 (39%).

Greiðslur TR í nóvember voru tæpir 6,7 milljarðar kr. vegna ellilífeyris, um 4,5 milljarðar kr. vegna örorku og rúmur 1,4 milljarður kr. vegna annarra greiðslna. Að loknum nóvembergreiðslum þá nema heildargreiðslur TR á árinu 2019  rúmum 146 milljörðum króna, þar af um 30 milljarðar króna í staðgreiðslu.