Greiðslum lokið vegna lagabreytinga – Sérstök uppbót vegna framfærslu

30. ágúst 2019

Með nýlegum lögum um breytingu á lögum um félagslega aðstoð voru m.a. gerðar breytingar á útreikningi sérstakrar uppbótar til framfærslu. Þær breytingar tóku gildi afturvirkt frá og með 1. janúar 2019.

Tryggingastofnun hefur lokið við að endurreikna og greiða þeim sem áttu rétt á auknum greiðslum vegna breytinganna. Að venju var greitt samkvæmt fyrirliggjandi tekjuáætlun. Bent er á að ef lífeyrisþegar telja tekjuáætlun sína ekki rétta er hægt að skila nýrri tekjuáætlun á Mínum síðum á tr.is.

Allar fyrirspurnir varðandi útreikninginn má einnig senda á netfangið tr@tr.is