Áhrif búsetu á útreikning örorkulífeyris til einstaklinga sem búið hafa í öðru EES-landi

07. janúar 2019

Mál þetta hefur verið í skoðun hjá stofnuninni síðan álit umboðsmanns Alþingis nr. 8955/2016 var birt og hefur stofnunin í samvinnu við velferðarráðuneytið (nú félagsmálaráðuneytið) unnið að því að útfæra leiðir til að bregðast við álitinu.

Aðgerðin er flókin og umfangsmikil þar sem um er að ræða breytingu á áralangri framkvæmd. Tryggingastofnun vill ítreka að úrskurðarnefnd almannatrygginga sem og núverandi úrskurðarnefnd velferðarmála hafa í gegnum tíðina staðfest úrskurði stofnunarinnar varðandi búsetuútreikning örorkulífeyrisþega.

Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í lok janúar og verður þá breytt framkvæmd kynnt. Í framhaldinu verður farið í að vinna hvert mál fyrir sig.