Ný lög um skráningu lögheimilis hafa ekki áhrif á heimilisuppbót

04. janúar 2019

Tryggingastofnun vekur athygli á að ný lög um skráningu lögheimilis og aðsetur nr. 80/2018, sem tóku gildi um áramótin, hafa ekki áhrif á réttindi til heimilisuppbótar, þrátt fyrir að lögin heimili hjónum að skrá lögheimili hvort á sínum stað.

Hjón eiga ekki rétt á heimilisuppbót, þó með þeirri undantekningu í lögum að heimilt er að greiða heimilisuppbót til lífeyrisþega ef maki dvelur á stofnun fyrir aldraða.