Breyting á skattskyldu uppbóta á lífeyri vegna framfærslubyrðar og uppbótar vegna reksturs bifreiðar

03. janúar 2019

Breytingin felur í sér að uppbætur á lífeyri vegna framfærslubyrðar og uppbót vegna reksturs bifreiðar teljast ekki til skattskyldra tekna frá og með 1. janúar 2019. Lögin voru birt á vef Stjórnartíðinda þann 27. desember 2018.

Vegna frétta um að Tryggingastofnun fari ekki eftir lögum frá Alþingi vill stofnunin koma því á framfæri að í desember eru stórar keyrslur í kerfum stofnunarinnar vegna réttinda og greiðsluáætlana fyrir næsta ár og allt kapp lagt á að tryggja að réttindi, með almennri hækkun fjárhæða, séu greidd um áramótin. Mikil vinna fer fram hjá forriturum og starfsmönnum stofnunarinnar við að tryggja það.

Allar breytingar á lögum þarfnast breytinga á upplýsingatæknikerfum Tryggingastofnunar sem nauðsynlegt er að prófa vel til að staðreyna að réttindi og greiðslur séu réttar. Þar sem framangreind lög voru samþykkt og birt seint á árinu gafst ekki tími til að framkvæma breytingu á kerfum stofnunarinnar og verður það gert með leiðréttingu á frádreginni staðgreiðslu vegna janúar í síðasta lagi þann 1. febrúar 2019.