Fjárhæðir lífeyrisgreiðslna og breytingar 1. janúar 2019

21. desember 2018

Ellilífeyrir:

 • Ellilífeyrir er að hámarki 248.105 kr. á mánuði.
 • Heimilisuppbót er að hámarki 62.695 kr. á mánuði.
 • Ellilífeyrir og tengdar greiðslur eru að hámarki 310.800 kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir (með heimilisuppbót).
 • Almennt frítekjumark skattskyldra tekna er 25.000 kr. á mánuði.
 • Sérstakt frítekjumark atvinnutekna er 100.000 kr. á mánuði.

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

 • Örorkulífeyrir er að hámarki 46.481 kr. á mánuði.
 • Tekjutrygging er að hámarki 148.848 kr. á mánuði.
 • Aldurstengd örorkuuppbót er að hámarki 46.481 kr. á mánuði (100%).
 • Heimilisuppbót er að hámarki 50.312 kr. á mánuði.
 • Lágmarksframfærslutrygging (vegna sérstakrar uppbótar til framfærslu) er:

  310.800 kr. á mánuði hjá þeim sem fá greidda heimilisuppbót.

  247.183 kr. á mánuði hjá öðrum.


 • Frítekjumark gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót er:
    
  Atvinnutekjur - 109.600 kr. á mánuði.
   
  Lífeyrissjóðstekjur - 27.400 kr. á mánuði.

  Fjármagnstekjur - 98.640 kr. á ári.

Almennt:

 • Greiðslur eru reiknaðar út frá tekjuáætlun sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að leiðrétta ef þörf er á.
 • Hægt er að skoða og breyta tekjuáætlun á mínum síðum á tr.is.
 • Endurreikningur vegna greiðslna ársins 2019 fer fram árið 2020 þegar staðfest skattframtal liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um fjárhæðir er að finna hér.

1198/2018 – Ráðstöfunarfé 2019

1199/2018 – Eingreiðslur 2019

1200/2018 – Heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri (stofnreglugerðin endurútgefin)

1201/2018 – Lifandi líffæragjafar 2019

1202/2018 – Fjárhæðir 2019

1203/2018 – Foreldragreiðslur 2019

1205/2018 – Frítekjumörk 2019

1206/2018 – Bifreiðamál 2019