Frumvarp um breytingu á lögum samþykkt

18. desember 2018

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um breytingu á almannatryggingalögum sem heimilar viðbótargreiðslu við barnalífeyri vegna sérstakra útgjalda. Um er að ræða sér­stakt fram­lag vegna út­gjalda við skírn barns, ferm­ingu, tann­rétt­ing­ar, greftrun eða af öðru sér­stöku til­efni.

Framlagið er heimilt að greiða vegna barna sem greiddur er barnalífeyrir með frá Tryggingastofnun vegna þess að annað hvort foreldra er látið, barn er ófeðrað eða móður nýtur ekki við vegna sérstakra eða óvenjulegra aðstæðna. Beiðni um slíkt framlag er beint til sýslumanns sem úrskurðar um hvort Tryggingastofnun eigi að greiða framlagið. Þegar úrskurður liggur fyrir er hægt að sækja um greiðslu framlagsins til Tryggingastofnunar.

Sam­kvæmt barna­lög­um má úr­sk­urða meðlags­skyld­an aðila til greiðslu fram­laga vegna skírn­ar, ferm­ing­ar, gler­augna­kaupa, tann­rétt­inga, sjúk­dóms eða greftr­un­ar. Sambærileg heimild hefur ekki verið fyrir hendi fyrir þá sem standa einir að framfærslu barns. Nú hefur verið bætt úr því með þessari breytingu.