Desemberuppbætur greiddar út í byrjun desember

03. desember 2018

Ellilífeyrisþegar

Ellilífeyrisþegar fengu greidda desemberuppbót þann 1. desember sem er 54.182 kr. miðað við full réttindi. Ellilífeyrisþegar sem hafa fengið greiðslur hluta úr árinu fá greiddar uppbætur í hlutfalli við réttindi. Desemberuppbótin er tekjutengd.

Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar

Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fengu greidda desemberuppbót þann 1. desember sem er 30% af upphæð tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Greitt er í hlutfalli við greiðslurétt lífeyrisþega. Desemberuppbótin er 43.103 kr. miðað við fulla tekjutryggingu. Við bætast 14.569 kr. til þeirra sem fá greidda fulla heimilisuppbót.

Foreldragreiðslur

Desemberuppbót til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna verður greidd út þann 3. desember. Þeir sem eiga rétt á uppbótinni eru þeir foreldrar sem eru að fá foreldragreiðslur.

Desemberuppbót er 57.672 kr. til þeirra sem eiga full réttindi.  Foreldri sem hefur fengið þessar greiðslur skemur en tólf mánuði á árinu 2018 á rétt á hlutfallslegri uppbót í samræmi við þann tíma sem foreldrið hefur fengið greiðslur á árinu. Uppbótin verður þó aldrei lægri en sem nemur 14.418 kr.