Norræn ráðstefna um jafnan rétt til lífeyris

27. nóvember 2018

Félagsmálaráðuneytið í Svíþjóð stóð fyrir ráðstefnunni ” Jämställda pensioner i Norden –Utmaningar och möjligheter  ” föstudaginn 23 nóvember í Stokkhólmi. Tilgangur ráðstefnunnar var að meta og bera saman kynbundinn mun á lífeyrisréttindum í Norrænu löndunum. Skiptast á reynslu og lausnum við að minnka þann mun. Ráðstefnan var einn viðburða Svíþjóðar í formannstíð þeirra hjá Norræna ráðherraráðinu.

Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR flutti erindi af Íslands hálfu og lagði þar áherslu á að samhliða mikilvægum breytingum á atvinnuþátttöku og launum kynjanna þyrfti að skoða gaumgæfilega grunnbreytur lífeyriskerfisins þannig að það mismuni ekki kynjunum í réttindaávinnslu.