Breytingar á réttindum um áramót

05. janúar 2018

Fjárhæðir hækka almennt um 4,7%.

Ellilífeyrir

  • Frítekjumark skattskyldra tekna verður eins og áður 25.000 kr. á mánuði. Við bætist sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem verður 100.000 kr. á mánuði. Það kemur til framkvæmda 1. febrúar 2018.
  • Heimilisuppbót verður að hámarki 60.516 kr. á mánuði.
  • Ellilífeyrir þeirra sem búa ekki einir verður að hámarki 239.484 kr. á mánuði.
  • Ellilífeyrir þeirra sem búa einir verður að hámarki 300.000 kr.
  • Hægt verður að fara á hálfan lífeyri frá TR á móti hálfum lífeyri frá lífeyrissjóðum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

    Nánari upplýsingar um töku hálfs ellilífeyris

 Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

  • Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar verður 300.000 kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir.
  • Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar verður 238.594 kr. á mánuði hjá þeim sem búa ekki einir.
  • Heimilisuppbót verður að hámarki 48.564 kr. á mánuði.

Upplýsingablöð:

Reiknivél lífeyris

Reglugerðir:

Breyting er gerð á eldri reglugerðum eða nýjar reglugerðir eru settar í stað þeirra eldri og varðar í flestum tilvikum hækkun fjárhæða um 4,7% svo og orðalagsbreytingar í samræmi við breytingar á almannatryggingalögum og lögum um félagslega aðstoð.

Nýjar og breyttar reglugerðir sem taka gildi 1. janúar 2018:

1201/2017 - Fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2018

1200/2017 - Desemberuppbætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

1196/2017 - Eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2018

1195/2017 - Sveigjanleg taka ellilífeyris og heimilisuppbótar

1194/2017 - Fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2018 um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

1193/2017 - Ráðstöfunarfé og dagpeningar samkvæmt lögum um almannatryggingar

1192/2017 - Styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða

1191/2017 - Heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri

1190/2017 - Fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2018

1189/2017 - Fjárhæðir greiðslna fyrir árið 2018 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.

1176/2017 - Breyting á reglugerð nr. 1112/2006, um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, kostnaðarþátttaka

1172/2017 - Fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga fyrir árið 2018.