Áhrif söluhagnaðar af íbúðarhúsnæði á lífeyrisréttindi frá TR

10. apríl 2018

Samkvæmt lögum um almannatryggingar hafa skattskyldar tekjur áhrif á lífeyrisréttindi til lækkunar. Söluhagnaður hvers konar telst almennt til skattskyldra tekna.

Hins vegar er undantekning á samkvæmt lögum um tekjuskatt ef maður selur íbúðarhúsnæði og hefur átt það lengur en í tvö ár. Þá telst söluhagnaður ekki til skattskyldra tekna og hefur því ekki áhrif á lífeyrisréttindi til lækkunar. Einnig er hægt að fara fram á frestun söluhagnaðar um tvenn áramót frá söludegi.

Rétt er að benda á að Ríkisskattstjóri tekur endanlega ákvörðun um hvað telst til skattskyldra tekna.

Upplýsingar um ábyrgð á skuldbindingum dánarbúa og erfingja má sjá hér.