Evrópuráðstefna almannatryggingastofnana

29. maí 2018

Dagana 31. maí til 1. júní verður Evrópuráðstefna almannatryggingastofnana  á vegum ISSA, alþjóðasamtaka almannatryggingastofnana (e. International Social Security Association )  Tryggingastofnunar og velferðarráðuneytisins um réttindi til lífeyris og almannatrygginga í Fosshótelinu Þórunnartúni 1,  Reykjavík.  Á ráðstefnunni verður augum sérstaklega beint að uppbyggingu kerfanna og framkvæmd með tilliti til jafnréttissjónarmiða.

Meðal fyrirlesara eru forstjóri ISSA, framkvæmdastjóri hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og sérfræðingar frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, fagstofnunum, menntastofnunum og ráðuneytum á Norðurlöndunum og Þýskalandi.

Á fundinum verður fjallað um helstu ástæður kynbundins  munar í réttindum almannatrygginga og lífeyrissjóða og aðgerðir til að uppræta hann. Kynntar verða aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til og hvaða áhrif fjórða iðnbyltingin muni geta haft á þessi réttindi.

Dagskrá ráðstefnunnar