Tryggingastofnun
Fréttir

28.12.2016

Greiðsluáætlun 2017

Greiðsluáætlun 2017 með bráðabirgðaupplýsingum er nú aðgengileg á Mínum síðum.

Þann 1. janúar verður greitt samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar.

Ellilífeyrir

Helstu breytingar á lögum um ellilífeyri eru eftirfarandi:

  • Núgildandi ellilífeyrir (grunnlífeyrir), tekjutrygging og lágmarksframfærslutrygging verða sameinuð í einn flokk: Ellilífeyri.
  • Atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur munu hafa sömu áhrif á upphæð lífeyris.
  • Frítekjumark á mánuði á heildartekjur verður 25.000 krónur.
  • Tekjutenging eftir frítekjumark á ellilífeyri verður 45%.
  • Tekjutenging á heimilisuppbót verður 11,9%.

Örorku- og endurhæfingarlífeyrir

Engar kerfisbreytingar verða gerðar á lögum um örorkulífeyri og endurhæfingarlífeyri. Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar hækkar þó í 280.000 krónur á mánuði fyrir þá sem búa einir og 227.883 krónur á mánuði fyrir lífeyrisþega í sambúð.

Greiðsluáætlun með lokaupplýsingum

Greiðsluáætlun með lokaupplýsingum fyrir árið 2017 verður birt á Mínum síðum um miðjan janúar 2017 og greitt verður samkvæmt henni þann 1. febrúar.

Hægt er að fá greiðsluáætlun 2017 og tillögu að tekjuáætlun 2017 senda á lögheimili með því að skrá  kennitölu í þetta form eða hafa samband við TR og umboð um allt land.

Til baka