Tryggingastofnun
Fréttir

24.10.2017

Ellilífeyrir frá TR - tekjutengingar

  • Allar skattskyldar tekjur (heildartekjur*) hafa áhrif á lífeyri eftir að frítekjumarki er náð, nema séreignarsparnaður og félagsleg aðstoð sveitarfélaga.
  • Ellilífeyrir er 228.734 kr. á mánuði ef heildartekjur eru undir frítekjumarki.
  • Frítekjur eru heildartekjur sem hafa ekki áhrif á greiðslur TR, þ.e. tekjur sem eru lægri en frítekjumark.
  • Frítekjumarkið er 25.000 kr. á mánuði.
  • Heildartekjur sem eru hærri en frítekjumark skerða ellilífeyrinn og skerðingarhlutfallið er 45%, þ.e. ef heildartekjur eru hærri en 25.000 kr. á mánuði.
  • Lífeyrisgreiðslur TR falla niður ef heildartekjur* eru 533.298 kr. á mánuði eða hærri.
  • Réttur til lífeyris almannatrygginga er fenginn með búsetu í landinu. Ef búseta á aldrinum 16 – 67 er styttri en 40 ár skerðist lífeyrir frá íslenska almannatryggingakerfinu hlutfallslega sem upp á búsetuna vantar. 
Ellilifeyrir-og-heimilisuppbot-2017

Þau sem búa ein eiga jafnframt rétt á heimilisuppbót.

  • Heimilisuppbót er 52.316 kr. ef heildartekjur* eru undir frítekjumarki.
  • Skerðingarhlutfall eftir að frítekjumarki er náð er 11,9%  (Heildarskerðingarhlutfall á greiðslur TR er 45% + 11,9% = 56,9% hjá þeim sem fá heimilisuppbót.
  • Óskertur ellilífeyrir + heimilisuppbót = 281.050 kr.

Til baka