Tryggingastofnun
Fréttir

17.10.2017

Ellilífeyrir – áætlaður kostnaður við hækkun frítekjumarks

Tekið hefur verið saman hver áætlaður kostnaður er við hækka frítekjumark hjá ellilífeyrisþegum eða taka upp sérstakt frítekjumark á atvinnutekjur. 

Í dag  er 25.000 kr. sameiginlegt almennt frítekjumark gagnvart öllum þeim tekjum sem hafa áhrif á greiðslur lífeyris

1. Áætlaður árlegur kostnaður í m. kr. talið ef 75.000 eða 100.000 kr. frítekjumark yrði sett sérstaklega gagnvart atvinnutekjum:

Frítekjumark 75.000 100.000
Ellilífeyrir 1.015 1.248
Heimilisuppbót 44 53
Samtals kostnaður 1.059 1.301

2. Áætlaður árlegur kostnaður í m.kr. ef sameiginlegt almennt frítekjumark, yrði hækkað úr 25.000 í 100.000 kr. á mánuði:

Bótaflokkur m.kr.
Ellilífeyrir 10.665
Heimilisuppbót 779
Samtals kostnaður 11.444

 

Til baka