Tryggingastofnun
Fréttir

3.1.2017

Breytingar á réttindum um áramót

Fjárhæðir bóta hækka um 7,5%.

Þann 1. janúar 2017 tóku gildi lög nr. 116/2016 um breytingu á lögum um almannatryggingar o.fl. er varða ellilífeyrisþega og einföldun bótakerfisins. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Ellilífeyrir

 • Atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur munu hafa sömu áhrif á upphæð lífeyris.
 • 25 þús.kr. frítekjumark er á mánuði á heildartekjur.
 • Núgildandi ellilífeyrir (grunnlífeyrir), tekjutrygging og lágmarksframfærslutrygging eru sameinuð í einn flokk, ellilífeyri.
 • Ellilífeyrir getur að hámarki verið 228.734 kr./mán.
 • 45% tekjutenging eftir frítekjumark.
 • Ellilífeyrir fellur niður við heildartekjur 533.298 kr./mán.
 • Heimilisuppbót þeirra sem búa einir verður að hámarki 52.316 kr. Það er 11.9% tekjutenging vegna heimilisuppbótar eftir frítekjumark.
 • Eftir gildistöku laganna verður lífeyrir þeirra sem búa einir því að hámarki 281.050 þús.kr./mán.
 • Eftir gildistöku laganna verður lífeyrir þeirra sem eru í sambúð að hámarki 228.734 þús.kr./mán.

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

Engar kerfisbreytingar en upphæðir bóta hækka á eftirfarandi hátt:

 • Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar hækkar í 280 þús.kr./mán. hjá þeim sem búa einir.
 •  Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar verður 227.883 kr./mán. hjá þeim sem eru í sambúð.

Ráðstöfunarfé vegna dvalar á sjúkrastofnun verður 68.662 kr. á mánuði.

Reglugerðir:

Breyting er gerð á eldri reglugerðum eða nýjar reglugerðir eru settar í stað þeirra eldri og varðar í flestum tilvikum hækkun fjárhæða um 7,5% svo og orðalagsbreytingar í samræmi við breytingar á almannatryggingalögum og lögum um félagslega aðstoð undanfarin ár.

Efnisleg breyting er varðandi maka- og umönnunarbætur en þar er:

 • Heimilt að greiða í allt að eitt ár í senn í stað 6 mánaða áður og
 • Tekjumörk verða þau sömu og gilda um stöðvun ellilífeyris vegna tekna eða 533.298 kr. á mánuði.

Efnisleg breyting er einnig gerð á reglugerð um heimilisuppbót en þar mun:

 • Einstaklingur á aldrinum 20-25 ára sem stundar nám fjarri skráðu lögheimili sínu ekki teljast hafa fjárhagslegt hagræði af sambýli eða samlögun við aðra einstaklinga á skráðu lögheimili sínu og öfugt ef hann hefur sannarlega tímabundið aðsetur annars staðar. 

Fjárhæðir ellilífeyris - Útreikningur lífeyris og tengdra bóta 2017 

Fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris – Útreikningur lífeyris og tengdra greiðslna

Upphæðir bóta almannatrygginga 1. janúar 2017 

Reiknivél lífeyris

Nýjar og breyttar reglugerðir sem taka gildi 1. janúar 2017:

1255/2016- um ráðstöfunarfé og dagpeninga samkvæmt lögum um almannatryggingar

1253/2016 – um breytingu á reglum nr. 407/2002, um maka- og umönnunarbætur.

1252/2016 – um 8. breytingu á reglugerð nr. 1052/2009 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri.

1251/2016 – um fjárhæðir greiðslna fyrir árið 2017 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.

1250/2016 -  um heimild til að framlengja bætur þrátt fyrir dvöl á hjúkrunar- eða dvalarheimili fyrir aldraða eða á sjúkrahúsi.

1249/2016 – um fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2017.

1248/2016 – um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2017 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

1247/2016 –  um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2017.

 1246/2016 –  um breytingu á reglugerð nr. 170/2009, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.

1254/2016 -  um (10.) breytingu á reglugerð nr. 1112/2006 um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, með síðari breytingum.

Til baka