Tryggingastofnun
Fréttir

13.10.2016

Bráðabirgðareiknivél lífeyrisgreiðslna í kjölfar breytinga á almannatryggingalögum

Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar, félagslega aðstoð og málefni aldraðra sem taka mun gildi 1. janúar 2017.

Sett hefur verið upp bráðabirgðareiknivél á tr.is.

Þann fyrirvara verður þó að setja að útreikningur skatta í reiknivélinni miðast við reglur ársins 2016. 

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Ellilífeyrir:

1.       Atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur munu hafa sömu áhrif á upphæð lífeyris.

2.       25 þús.kr. frítekjumark á mánuði á heildartekjur.

3.       Núgildandi ellilífeyrir (grunnlífeyrir), tekjutrygging og lágmarksframfærslutrygging eru sameinuð í einn flokk, ellilífeyri.

  •          Ellilífeyrir getur að hámarki verið 227.883 kr./mán.
  •          45% tekjutenging eftir frítekjumark.
  •          Ellilífeyrir fellur niður við heildartekjur 531.406 kr./mán.

4.       Heimilisuppbót þeirra sem búa einir verður að hámarki 52.117 kr.

  •          11.9% tekjutenging eftir frítekjumark.

Eftir gildistöku laganna verður lífeyrir þeirra sem búa einir því að hámarki 280 þús.kr./mán.

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

Engar kerfisbreytingar en upphæðir bóta hækka á eftirfarandi hátt:

1.       Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar hækkar í 280 þús.kr./mán. hjá þeim sem búa einir.

2.       Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar verður 227.883 kr./mán. hjá lífeyrisþegum í sambúð.

 

Bráðabirgðareiknivél lífeyrisgreiðslna

Frétt á vef velferðarráðuneytisins

Til baka