Tryggingastofnun
Fréttir

24.2.2017

Bifreiðakaup vegna hreyfihamlaðra barna

Vegna fréttaflutnings vill TR koma eftirfarandi á framfæri: 

TR er falið samkvæmt lögum að sjá um úthlutun á uppbót/styrk til bifreiðakaupa til hreyfihamlaðra einstaklinga sem uppfylla tiltekin skilyrði sem útlistuð eru í lögum og reglugerðum. Þar kemur m.a. fram að ekki sé heimilt að greiða tveimur aðilum fyrir sama hlutinn. Í samræmi við þetta er ekki veittur styrkur/uppbót vegna sömu bifreiðar oftar en einu sinni. Þessi framkvæmd hefur verið staðfest af úrskurðanefnd velferðarmála.

Starfshópur velferðarráðuneytis um stuðningskerfi til að auðvelda för hreyfihamlaðs fólks hafði þessi mál m.a. til umfjöllunar, en ekki fékkst niðurstaða í þau í aðdraganda skýrslu sem starfshópurinn skilaði af sér í desember 2014. TR telur það miður vegna þeirra sérkennilegu aðstæðna sem reglugerðin hefur í för með sér fyrir hluta skjólstæðinga TR og var m.a. fjallað um í fréttum RÚV.

TR veit til þess að velferðarráðuneytið hefur þessi mál  til skoðunar og vonast til þess að viðeigandi lausn finnist sem fyrst.

Upplýsingar vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðra barna

Til baka