Tryggingastofnun
Fréttir

6.3.2017

Bætt og öruggari upplýsingagjöf til viðskiptavina TR

Viðskiptavinir TR hafa nú fengið persónulegt leyninúmer til þess að gefa upp þegar þeir eru í samskiptum við þjónusturáðgjafa í símaveri TR eða umboðum TR.

Leyninúmerið virkar þannig að þegar viðskiptavinur gefur það upp er hægt að veita honum nákvæmari svör en áður, s.s. fjárhæðir greiðslna. 

Þetta er liður í að bæta upplýsingagjöf til viðskiptavina og nota öruggari leið fyrir persónuupplýsingar.

Leyninúmerið verður alltaf sýnilegt á öruggu svæði hvers og eins á Mínum síðum á tr.is en því verður ekki hægt að breyta.

Fyrir þá sem vilja er hægt að panta að fá sent bréf heim með leyninúmerinu með því að senda tölvupóst á tr@tr.is eða hringa í síma 560 4400.

Til baka