Tryggingastofnun
Fréttir

28.12.2017

Aukinn sveigjanleiki í töku ellilífeyris

Frá og með 1. janúar 2018 er mögulegt að taka hálfan ellilífeyri hjá TR á móti hálfum lífeyri frá lífeyrissjóðum og hafa tekjur þá ekki áhrif á upphæð ellilífeyris. 

Skilyrði fyrir þeirri leið eru:50_50-auglysing-landscape

  • Vera 65 ára eða eldri.
  •  allir skyldubundir lífeyrissjóðir, innlendir og erlendir, sem viðkomandi á rétt í hafa samþykkt töku á hálfum lífeyri.
  • Að samanlögð réttindi frá  öllum lífeyrisjóðum og TR séu að lágmarki jöfn fullum ellilífeyrir hjá TR.
  •  Að greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR hefjist samtímis. 
Nánari upplýsingar um töku hálfs ellilífeyris hjá TR
Sótt er um á Mínum síðum
Til baka