Tryggingastofnun
Fréttir

16.3.2016

Áætlaður endurreikningur og uppgjör fyrir árið 2015.

Eins og fram hefur komið í viðtölum við Skúla Eggert Þórðarson ríkisskattstjóra hefur stór hluti uppgjörs á tekjutengdum greiðslum verið framkvæmdur hjá TR.

Um er að ræða áætlaða niðurstöðu á grundvelli forskráðra tekna. Ef misræmi er á milli forskráðra tekna og tekna samkvæmt staðfestu skattframtali þarf að endurreikna að nýju. 

Endanleg niðurstaða uppgjörs á tekjutengdum greiðslum fyrir árið 2015 mun almennt liggja fyrir í lok júní 2016. 

Til baka