Ellilífeyrir - útreikningur lífeyris

Allar skattskyldar tekjur eru notaðar við útreikning á lífeyri og tengdum greiðslum, svo sem atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur. Undantekningar eru þó greiðslur frá TR, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og úttekt á séreignarlífeyrissparnaði.

Fjármagnstekjur eru sameign hjóna / sambúðarfólks og hefur því helmingur þeirra áhrif á útreikning hjá hvoru fyrir sig. Aðrar tekjur maka en fjármagnstekjur hafa ekki áhrif.

Tekjur hafa engin áhrif ef valið er að fara á hálfan lífeyri frá TR á móti hálfum lífeyri frá lífeyrissjóðum. 

Auðvelt er að setja forsendur inn í reiknivél lífeyris á tr.is til að skoða áhrif tekna á greiðslur.

Hvað má hafa í tekjur án þess að það hafi áhrif á útreikning?

Atvinnutekjur: 1.200.000 kr./ári

Aðrar tekjur s.s. lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur: 300.000 kr./ári

Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á ellilífeyri: 45% 

Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á heimilisuppbót: 11,90% 

Greiðslur falla niður: 6.916.133 kr./ári eða 576.344 kr./mán.

Einungis þeir sem fá greiddan lífeyri geta fengið greidda heimilisuppbót og aðrar uppbætur. Búseta erlendis getur lækkað greiðslur lífeyris og tengdra bóta. Þegar búið er að reikna út heildartekjur eru þær notaðar til að ákvarða upphæðir greiðslna.

Upphæðir 

  • Fullur ellilífeyrir fyrir þann sem býr ekki einn: 248.105 kr/mán.
  • Þeir sem búa einir geta átt rétt á heimilisuppbót sem er 62.695 kr./mán.
  • Samanlögð réttindi fyrir þá sem búa einir geta verið 310.800 kr./mán.
  • Greiðslur heimilisuppbótar falla niður þegar tekjur ná 6.622.185 kr/ári, 551.849 kr/mán.

Uppbót á lífeyri getur verið 5-140% af lífeyri. Allar tekjur, að meðtöldum skattskyldum tekjum frá TR öðrum en aldurstengdri örorkuuppbót hafa áhrif á útreikning. Uppbætur falla niður ef eignir í peningum og/eða verðbréfum fara yfir 4 milljónir hjá einstaklingi en 8 milljónir hjá hjónum. Greiðslur uppbóta falla niður þegar tekjur ná 2.827.779 kr/ári eða 244.132 kr./mán.

Réttur á uppbót vegna rekstur bifreiðar myndast ef einstaklingar eru með hreyfihömlunarmat frá TR og er upphæðin 17.180 kr/mán.

Ráðstöfunarfé er 74.477 kr/mán. og greiðslur falla niður: 1.327.182 kr/ári eða 110.599 kr/mán. 

Ellilífeyrir - útreikningur lífeyris og tengdra greiðslna - pdf