TR gerir greinarmun á ferðalögum til útlanda og dvöl til lengri tíma erlendis. Hér að neðan má finna spurt og svarað varðandi greiðslur og dvöl erlendis.
Já greiðsluþegar TR mega ferðast til útlanda, en hámarks dvöl utan Íslands eru 6 mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili sbr. 13. gr laga nr. 80 /2018 um lögheimili og aðsetur.
Ef dvölin er lengri en 6 mánuðir þá skal tilkynna um flutning lögheimilis úr landi til Þjóðskrár Íslands skv. 1. mgr. 13. gr. og tilgreina til hvaða lands er flutt, sbr. þó 9.–11. gr. lögheimilislaga.
Allar greiðslur haldast hjá greiðsluþega á ferðalagi utan Íslands innan 6 mánaða reglunnar.
Ef dvöl verður lengri en 6 mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili þá þarf greiðsluþegi að flytja lögheimili sitt til búsetulands og tilkynna TR um nýtt heimilisfang og greiðslur breytast í kjölfarið. Meðlag t.d. er ekki greitt úr landi.
Ef dvalið er innan EES, t.d. á Spáni þá haldast allar greiðslur nema félagslegar greiðslur, þær greiðast ekki úr landi, sbr. lög nr. 99/2007.
Ef dvalið er utan EES t.d. í Tælandi lengur en í 6 mánuði á 12 mánaða tímabili þá falla allar greiðslur niður.
Ástæðan er sú, að enginn greiðslusamningur um almannatryggingar er á milli Íslands og landa utan EES og þess vegna er ekki heimilt að greiða lífeyrisgreiðslur á meðan greiðsluþegi dvelur þar lengur en 6 mánuði.
Undantekning: Tryggingastofnun er með samning við Bandaríkin, Kanada og Sviss og greiðir þeim sem þar búa. Sjá nánar hér.
Hér má sjá lista yfir EES löndin sem greitt er til, sjá nánar hér.