Tölfræði TR

Hér má finna ársskýrslur og ársreikninga frá árinu 2008.

Tölfræði TR

Upplýsingar úr gagnagrunnum Tryggingastofnunar (TR) eru nú aðgengilegar á gagnvirku formi (PowerBI). Tölfræði almannatrygginga getur m.a. nýst almenningi, stjórnvöldum, rannsakendum, hagsmunaaðilum og fjölmiðlum í umfjöllun um þennan viðamikla og mikilvæga málaflokk.

Tölfræði TR er ætlað að gefa mynd af upphæðum greiðslna og fjölda viðskiptavina í helstu flokkum lífeyrisgreiðslna, þ.e. ellilífeyris- örorku- og endurhæfingarlífeyris. Í flestum tilfellum er hægt að sundurgreina gögnin eftir tímabilum, aldri, búsetu og kyni.

Upplýsingarnar koma beint úr gagnagrunni TR og uppfærast mánaðarlega og því geta tölur breyst á milli mánaða, svo sem vegna afturvirkra greiðslna. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar samanburður er gerður.

Um er að ræða eftirfarandi fimm efnisflokka:

  • Tryggingavísar
  • Fjöldi greiðsluþega
  • Fjöldi og hlutfall elli- endurhæfingar- og örorkulífeyrisþega
  • Fjöldi og hlutfall með læknisfræðilegt mat
  • Greining á tekjum lífeyrisþega hjá TR

Hagtölur félags- og tryggingamála á Norðurlöndunum

NOSOSKO er nefnd sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og stendur skammstöfunin fyrir Nordis Socialstatistisk Komité. Nefndin hefur umsjón með samræmingu á hagtölum á sviði félags- og tryggingamála í norrænu ríkjunum. Að auki vinnur nefndin samanburðargreiningar og skilgreiningar á umfangi og innihaldi félagslegra aðgerða.