Tryggingastofnun

Mínar síður

Innskráning

Innskráning á Mínar síður er í gengum innskráningarþjónustu Island.is með Íslykli eða rafrænu skilríki á debetkorti eða í síma. 

 Myndband:  Mínar síður- Forsíða og auðkenning

Þjónusta í boði

Á forsíðu birtast upplýsingar um þann sem er skráður inn. Einnig birtist, ef við á, hver næsta greiðsla verður og hvenær hún verður greidd út.. 

 Síður   Þjónusta
Rafræn skjöl  Öll skjöl þ.m.t. greiðsluseðlar og bréf frá TR.  Hægt að leita eftir tímabilum.  Tekjuáætlanir og umsóknir sem skilað er af Mínum síðum birtast þarna.
Tekjuáætlun Hægt að skoða tekjuáætlun sem er í gildi og breyta henni ef forsendur hafa breyst.  Hægt að skoða bráðabirgðaútreikning miðað við gefnar forsendur. 
Greiðsluáætlun Skoða greiðsluáætlun eftir greiðslutegundum. Hægt að sjá greiðsluáætlun ársins og næstu mánaðar. 
Skuldir og samningar Staða krafna og hreyfingayfirlit. Endurgreiðsluáætlun. Hægt að senda inn beiðni um endurgreiðslusamning.
 Erindi til TR  Hægt að senda fylgigögn, fyrirspurnir og athugasemdir til ráðgjafa TR.
 Stillingar Hægt að breyta upplýsingum um viðkomandi sem eru hjá TR. Breytingar á bankareikningi og útnefning umboðsmanns. 
 Umsóknir 

Umsækjandi færir upplýsingar í þar til gerð form og staðfestir umsókn. Eftir að umsókn hefur verið send vistast hún sem rafrænt skjal þannig að alltaf verður hægt að nálgast hana á þeirri síðu. 
Umsóknir eru tengdar við kennitölu þess sem skráir sig inn, þannig einungis  er hægt að sækja um réttindi sem hann hugsanlega á

Ert þú að aðstoða lífeyrisþega?

Hægt er að útnefna umboðsmann til að sinna  málum sínum á Mínar síður. Umboðsmaður  tengist með sinni kennitölu og sínum aðgangi
Sami umboðsmaður getur sinnt málum fleiri en eins viðskiptavinar, og eins getur viðskiptavinur haft fleiri en einn umboðsmann.

Sá möguleiki er fyrir hendi að veita slíkt umboð á pappír þannig að ekki þarf að tengjast vefnum sjálfur frekar en þú vilt.

Síða yfirfarin/breytt 21.01.2016


Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica