Tryggingastofnun

Afgreiðslutímar og símatímar

Mínar síður – Rafræn þjónusta TR
Nota þarf  Íslykil eða rafræn skilríki til að fara á  Mínar síður.

Sími

Símanúmer þjónustumiðstöðvar er:  560 4460 

Skiptiborð og símaráðgjöf er opið frá kl. 09.00 - 15.00.

Til að hægt sé að veita nákvæm svör í síma t.d. varðandi fjárhæðir greiðslna þarf viðskiptavinur að gefa upp leyninúmer sem er sýnilegt á öruggu svæði hvers og eins á Mínum síðum.

Líttu inn 

Þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar er á horni Laugavegar og Snorrabrautar, rétt hjá Hlemmi. Sjá á korti.  

Bílastæði:

  • Fyrir framan TR eru 3 stæði ætluð fötluðum. 
  • Næsta bílastæðahús er Stjörnuport að Laugavegi 94. 


Afgreiðslutími: Kl. 9.00-15.00 alla virka daga. 

Til að fá persónulegar upplýsingar og nákvæm svör varðandi stöðu mála hjá TR þarf að framvísa gildum persónuskilríkjum með mynd til. 

Tölvupóstur

Hægt að senda allar almennar fyrirspurnir á netfangið  tr@tr.is 

Ekki er tekið á móti umsóknum á því netfangi heldur skal skila þeim og fylgigögnum í gegnum Mínar síður. 

Rafræn þjónusta - Mínar síður              

Til þess að komast á rafræna þjónustu Tryggingastofnunar sem kallast Mínar síður þarf Íslykil eða rafræn skilríki, hægt er að sækja um Íslykil á island.is.

Þjónusta sem er m.a. í boði nú:

  • Greiðsluáætlun lífeyris
  • Gera nýja tekjuáætlun og breyta tekjuáætlun
  • Bráðabirgðaútreikningur lífeyris
  • Rafræn skjöl
  • Beiðni um samning vegna endurgreiðslu
  • Senda inn umsóknir

Síða yfirfarin/breytt  18.07.2017


Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei


Þetta vefsvæði byggir á Eplica