Hvað eru umönnunargreiðslur?

Umönnunargreiðslur er fjárhagsleg aðstoð til foreldra sem eiga börn með fötlun eða börn sem glíma við alvarleg veikindi. Þetta eru ákveðnar mánaðarlegar skattlausar greiðslur til foreldra og eru hugsaðar sem fjárhagsleg aðstoð vegna tilfinnanlegs útlags kostnaðar foreldra sem kemur til vegna meðferðar barna. Þetta getur verið kostnaður vegna þjálfunar, meðferðar, heilbrigðisþjónustu, greiðslur til sérfræðinga/félagsráðgjafa og fleira slíkt.

Umönnunargreiðslur geta verið til 18 ára aldurs en í undantekningartilvikum til 20 ára aldurs.