Hvað er örorkuskírteini?

Einstaklingur sem fær metna 75% örorku fær útgefið örorkuskírteini. 

  • Skírteinið veitir afslátt á læknisþjónustu, sjúkraþjálfun og lyfjum og endurgreiðslu á tannlæknaþjónustu.
  • Ýmsar stofnanir og fyrirtæki gefa afslátt af vörum og þjónustu gegn framvísun skírteinisins.
  • Kortið er á Mínum síðum undir rafræn skjöl. 
  • Örorkuskírteini gildir sama tíma og örorkumatið .