Hver er munurinn á örorkustyrk og örorkulífeyri?

Örorkulífeyrir byggir á 75% læknisfræðilegu mati. Með honum fylgir svo tekjutrygging og heimilisuppbót ef við á skv tekjum. Upphæð óskerts örorkulífeyris á mánuði er 44.866 kr. á mán.

Örorkustyrkur er greiddur ef örorkumat er 50-75%.  Þá þarf að liggja fyrir mat tryggingalæknis um að umsækjandi hafi misst a.m.k. 50% af starfsorku sinni en nái ekki 75% starfsorkumissi.

Upphæð örorkustyrks er á mánuði 33.168 kr. óskertur.

Við 62ja ára aldur hækkar örorkustyrkur til jafns við örorkulífeyri 44.866 kr. á mán.

Síða yfirfarin/breytt 04.01.2018