Hvenær á ég rétt á uppbót á lífeyri?

Þegar einstaklingur er með örorku- eða ellilífeyri og er undir ákveðnu tekjumarki bæði frá TR og öðrum tekjum getur einstaklingur átt rétt á uppbót vegna ákveðinna þátta eins og:

  • lyfja og lækniskostnaðar sem sjúkratryggingar greiða ekki
  • umönnunar
  • dvalar á sambýli
  • vegna heyrnartækja
  • vegna leigu ef ekki er réttur á húsaleigubótum
  • rafmagnskostnaðar vegna notkunar á súrefnissíu

Uppbót á lífeyri getur verið 5 til 140% af lífeyri. Allar tekjur, að meðtöldum skattskyldum tekjum frá Tryggingastofnun öðrum en aldurstengdri örorkuuppbót ,hafa áhrif á útreikning.Uppbætur falla niður ef eignir í peningum og/eða verðbréfum fara yfir 4 milljónir hjá

Tekjumörk uppbótar:

Upphæð uppbótar á lífeyri fer eftir aðstæðum hvers og eins og fellur niður ef tekjur eru 2.827.779 kr. á ári eða 235.648
kr. á mánuði.

Síða yfirfarin/breytt 04.01.2018