Hvað geri ég ef tekjur mínar breytast, t.d. ef lífeyrissjóður eða atvinnutekjur hækka eða lækka?

Ef tekjur breytast hjá einstaklingum er nauðsynlegt að gera því skil hjá TR. Það er gert með því að gera grein fyrir breyttum tekjum á nýrri Tekjuáætlun . 

Tekjuáætlun er hægt að breyta og skila af Mínum síðum

Hægt er að fá ráðgjöf við útfyllingu hjá þjónusturáðgjafa annað hvort með því að mæta á Laugaveg 114 í Rvík, umboð úti á landi eða hringja í síma 560-4460.