Er meðlag greitt úr landi, t.d. til EES landanna eða Bandaríkjanna?

Meðlag er stöðvað í öllum tilvikum ef sá sem fær meðlagið flytur lögheimili frá Íslandi.

Ef viðkomandi flytur til einhvers EES landanna skal sá sem fær meðlagið sækja um meðlag til viðkomandi lands. Hann getur þó sótt um meðlag frá Íslandi að nýju ef hann fær synjun á greiðslum í búsetulandinu.

Greiðslur á meðlagi fara ekki fram til landa utan EES.