Er meðlag félagsleg aðstoð eða bætur?

Nei, með meðlagi greiðir faðir eða móðir þeim sem hefur forsjá barns eða barna og gerir svo vegna sýslumannsúrskurðar. TR annast milligöngu vegna þess að forsjáraðili óskar eftir því. Innheimtustofnun sveitarfélaga krefur síðan meðlagsgreiðanda. TR hefur eingöngu milligöngu á einföldu meðlagi.