Hvernig sæki ég um mæðralaun/feðralaun?

  • Hægt er að sækja um mæðra-feðralaun á Mínum síðum. Innskráning er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á debetkorti eða síma. 
  • Einnig má fylla út eyðublaðið Umsókn um mæðra-/feðralaun og barnalífeyri  og skila í þjónustumiðstöð TR eða í umboðum á landsbyggðinni.
  • Skila þarf ljósriti af skilnaðarleyfi/sambúðarslitavottorði, sé um það að ræða, eða ljósriti af úrskurðum meðlags.
  • Ef fólk gerir samkomulag milli sín um meðlag, og það ekki greitt í gegnum TR, þarf meðlagsúrskurð frá sýslumanni.
  • Ef umsækjandi er einstæður vegna andláts maka er sótt um mæðra/feðralaun á sama tíma og dánarbætur og þá án fylgigagna, þ.e. ef börn umsækjanda eru börn hins látna.
  • Staðfesting á forsjárbreytingu þarf að koma inn ef umsækjandi hefur ekki verið áður með forsjá barns.
  • Ef umsækjandi er maki refsifanga og vist hans varað lengur en 3 mánuði þarf staðfestingu fangelsismálayfirvalda á refsivistartíma.
  • Ef umsækjandi á maka sem dvelur í langtímavistun á sjúkrastofnun þarf engum fylgigögnum að skila.