Hvernig er sótt um?

Sótt er um á vef Tryggingastofnunar tr.is,  Mínum síðum. 
Afgreiðslutími umsókna er allt að  4 vikur eftir að umsókn og öllum fylgigögnum hefur verið skilað inn.

Framlag vegna náms 

Hvaða gögnum þarf að skila inn?

  • Afrit af úrskurði /samningi.
  • Skólavottorð, staðfest og stimplað af skóla, sem staðfestir að umsækjandi stundi nám.

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar?

Ungmenni sækir sjálft um rafrænt á vef Tryggingastofnunar, tr.is,  Mínar síður . Sækja þarf um fyrir hverja önn. 

Hvaða gögnum þarf að skila inn?

  • Skólavottorði, staðfest og stimplað af skóla, sem sýnir námsárangur á síðustu önn ásamt staðfestingu á fjölda eininga á næstu önn.
  • Hafi sýslumaður hafnað úrskurði um meðlag vegna efnaleysis eða ef ekki hefur tekist að hafa upp á foreldri þarf sá úrskurður að fylgja með umsókn.
  • Staðfesting frá námsráðgjafa ef nemandi getur ekki stundað fullt nám.
  • Dánarvottorð ef sótt er um vegna andláts foreldris og hinn látni var ekki búsettur hér á landi og gögn hafa ekki verið lögð fram áður.

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar fellur niður:

  • Þegar viðkomandi uppfyllir ekki lengur skilyrði um skólagöngu.
  • Ef ungmennið verður örorkulífeyrisþegi.
  • Ef ungmennið flytur úr landi. ef foreldri er ekki lengur örorkulífeyrisþegi.
  • Ef tekjur eru yfir viðmiðunarmörkum.

Skilyrði fyrir greiðslu:

Skilyrði er að skólavistin/starfsþjálfunin taki a.m.k. sex mánuði hvert ár. Ef um er að ræða óreglulegt nám eða námskeið er námstíminn reiknaður í kennslustundafjölda á almanaksárinu og telst þá sex mánaða nám samsvara 624 kennslustundum. Brot úr mánuði telst heill mánuður. Hægt er að fresta afgreiðslu menntunarbarnalífeyris þar til sex mánaða námstíma er náð.

Síða yfirfarin/breytt 27.09.2017