Hver er munurinn á framlagi til náms og barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar?

Framlag til náms má greiða fólki á aldrinum 18-20 ára ef það uppfyllir að öðru leyti skilyrði um meðlagsgreiðslur þ.e.a.s. að úrskurður sýslumanns eða samkomulag staðfest af sýslumanni sé til staðar milli foreldris og barns.
Sótt er um framlag vegna náms á Mínum síðum

Barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar má greiða til ungmennis á aldrinum 18-20 ára sem er búsett á Íslandi ef annað foreldri eða báðir eru látnir, ennfremur ef annað foreldri eða báðir eru lífeyrisþegar.

Einnig er heimilt að greiða barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar ef meðlagsskylt foreldri fær úrskurð sýslumanns um að vegna efnaleysis sé því ekki gert að greiða meðlag.

Sótt er um á Mínum síðum.

Síða yfirfarin/breytt 06.03.2015