Endurreikningur – Innheimta skulda

 Inneign úr uppgjöri var tekin upp í eldri skuld. Get ég ekki fengið hana greidda?

Inneignir úr uppgjörum eru undantekningarlaust teknar upp í eldri skuldir hjá stofnuninni í samræmi við reglur um skuldajöfnun.

Ég fékk háa skuld úr uppgjörinu sem ég mun eiga erfitt með að greiða, hvað get ég gert?

Meginreglan er sú að endurgreiða á ofgreiddan lífeyri á 12 mánuðum. Ef endurgreiðsla með þeim hætti reynist lífeyrisþegum íþyngjandi er mögulegt að semja um endurgreiðslu eða sækja um niðurfellingu.

Semja um endurgreiðslu
Hægt er að óska eftir því að fá lengri endurgreiðslutíma. Einfaldast er að gera það á Mínum síðum. 

Skylt er að til að líta til fjárhags- og félagslegra aðstæðna lífeyrisþega við mat á lengd endurgreiðslutíma.

Almennt er ekki hægt að semja um frest á endurgreiðslu.

Sækja um niðurfellingu
Mögulegt er að sækja um niðurfellingu á skuld sem kemur til vegna endurreiknings að hluta eða öllu leyti. Heimildin er undantekning frá meginreglunni um að skuld skuli innheimta og því eru ströng skilyrði sem þarf að uppfylla svo fallist verði á niðurfellingu.

Einkum er horft til þess hvort fjárhags- og félagslegar aðstæður séu sérstaklega slæmar og ástæðu skuldarinnar, þ.e. hvers vegna hún stofnaðist.

Til að sækja um niðurfellingu ofgreiðsluskuldar þarf að senda erindi um það eða fylla út umsóknareyðublað og senda til TR.