Endurreikningur – almennt

Hvað er endurreikningur og uppgjör?

Endurreikningur tekjutengdra greiðslna felst í því að reikna réttindi út frá tekjum lífeyrisþega af staðfestu skattframtali hans. Réttindi samkvæmt endurreikningi eru svo borin saman við það sem greitt hafði verið á árinu. Niðurstaðan leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi fékk rétt greitt, vangreitt eða ofgreitt. Ofgreiðsla myndar skuld hjá lífeyrisþega sem fer í innheimtu en vangreiðsla inneign sem er greidd út.

Endurreikningurinn tryggir að allir fái greidd réttindi í samræmi við raunverulegar tekjur viðkomandi réttindaárs.

Ég fékk bréf um skattabreytingu frá RSK vegna breytinga á lífeyrisréttindum hjá TR, er það eðlilegt?

Endurreikningur lífeyrisréttinda felur oft í sér breytingu á réttindum viðkomandi árs og hefur því áhrif á tekjuskattstofn til hækkunar eða lækkunar. Eftir að endurreikningur hefur farið fram tilkynnir TR um breytinguna til RSK með nýjum launamiða og ber RSK að tilkynna lífeyrisþegum um breytinguna.

Er hægt að andmæla niðurstöðu endurreiknings og hvernig geri ég það? 

Ef talið er að endurreikningurinn sé ekki réttur er hægt að andmæla honum. Rökstyðja þarf þau andmæli og senda með gögn sem sýna fram á að forsendur í endurreikningnum séu ekki réttar.

Frestur til að andmæla niðurstöðu endurreiknings er til og með 15.ágúst 2018. Andmæli fresta innheimtu skulda á meðan á afgreiðslu þeirra stendur en hafa ekki áhrif á útgreiðslu inneigna þann 1. júní 2018.

Mælt er með að senda inn andmæli á öruggu svæði á Mínum síðum